141. löggjafarþing — 15. fundur,  9. okt. 2012.

verndar- og orkunýtingaráætlun.

3. mál
[14:29]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Málið er mjög einfalt. Það eru tvær tillögur uppi. Þingið hefur sjálft ákveðið fyrir nokkru hvert máli af þessum toga skuli vísa en flutningsmaður þessarar tillögu er annarrar skoðunar. Það þarf ekki að koma á óvart að stjórnmálaflokkur sem lýst er af sínum eigin fyrrverandi varaformanni sem teboðshreyfingu (BjarnB: Þetta er rangt.) skuli ekki geta hugsað sér að fjallað sé um málefni umhverfisins nema á forsendum atvinnulífsins en ekki umhverfissjónarmiða. Það er aftur á móti nokkuð sem almennir kjósendur og þeir sem fylgjast með störfum þingsins hljóta að taka eftir og hafa í huga. (Gripið fram í.)