141. löggjafarþing — 15. fundur,  9. okt. 2012.

miðstöð innanlandsflugs.

120. mál
[18:06]
Horfa

Flm. (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að fara að deila við hv. þm. Álfheiði Ingadóttur um þetta mál. Reykjavíkurflugvöllur er oft skráður sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug og það kom fram í þeirri skýrslu sem gerð var árið 2007, að ég tel, um þessi mál að ef Reykjavíkurflugvelli yrði lokað yrði að byggja annan varaflugvöll á Suðurlandi til að mæta þeirri þörf að hafa varaflugvöll fyrir millilandaflugið. Það las ég sjálfur í þeirri skýrslu og ég sé að hv. þm. Álfheiður Ingadóttir hristir enn og aftur hausinn yfir því. (Gripið fram í.) Það voru sérfræðingar sem unnu skýrsluna og komust að þeirri niðurstöðu. Það eru auðvitað strangar kröfur og við skulum átta okkur á því að flugumferð til Keflavíkur hefur vaxið mjög, sérstaklega yfir sumartímann. Vel á annan tug flugfélaga flaug í (Forseti hringir.) reglubundnu áætlunarflugi á síðasta ári.