141. löggjafarþing — 16. fundur,  10. okt. 2012.

tillögur stjórnlagaráðs.

[15:47]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Hvers vegna vilja menn þjófstarta efnislegri umræðu um einstakar greinar stjórnarskrárinnar þegar einungis fáir dagar eru þar til þjóðin sjálf mun segja álit sitt á þeim efnisgreinum? Hvers vegna ættum við að vilja hefja þá umræðu áður en við vitum hver er vilji almennings og afstaða til þeirra efnisatriða sem valdið hafa ágreiningi og skiptum skoðunum? (Gripið fram í.)

Stundum veltir maður því fyrir sér hvort fólk kunni ekki þingsköpin. Þegar málið kemur inn til Alþingis í formi frumvarps eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna er eðlilegt að við tökum efnislega umræðu um málið á vettvangi þingsins. (Gripið fram í.) Fram að því eiga hópar úti í samfélaginu að ræða stjórnarskrána og taka afstöðu til hennar. Við eigum að hlusta eftir þeim röddum.