141. löggjafarþing — 16. fundur,  10. okt. 2012.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[17:13]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Kveðið er á um það í 9. gr. að falli atkvæði jöfn ráði atkvæði formanns úrslitum. Það er gert ráð fyrir því að fallið geti sex atkvæði og að þau geti fallið jöfn. Það er þannig (PHB: … að þeir mæti.) gert ráð fyrir því. — Ég reikna nú með því að stjórnarmenn mæti á stjórnarfundi, hv. þingmaður.

Ég tel að þetta sé liður í því að efla lýðræðislega starfshætti eins og ég fór yfir áðan, að starfsmenn hafi með þessum hætti tillögurétt og málfrelsi á stjórnarfundum, og þótt þeir fáist ekki við mál sem beinlínis varða kjör eða annað slíkt komi þeir að stefnumótun Ríkisútvarpsins þegar um er að ræða fagleg málefni. Ég tel að það sé framfaraskref.