141. löggjafarþing — 16. fundur,  10. okt. 2012.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[18:49]
Horfa

Skúli Helgason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðu hans. Það var eitt atriði í ræðunni sem ég hnaut sérstaklega um og það var í umræðunni um starfsmenn Ríkisútvarpsins, fréttamenn og dagskrárgerðarmenn. Hv. þingmaður nefndi að þeir vissu nákvæmlega hverjir borguðu saltið í grautinn þeirra, hvaðan framlögin kæmu til Ríkisútvarpsins.

Ekki ætla ég að gera ágreining við hv þingmann um það atriði en ég vil kalla eftir nánari útleggingu á hinu atriðinu sem kom fram í máli þingmannsins. Það voru þau orð að þeir viti nákvæmlega hverjum þeir eigi að þóknast. Mín spurning til hv. þingmanns er þessi: Heldur þingmaðurinn því fram að starfsmenn Ríkisútvarpsins, fréttamenn á fréttastofu Ríkisútvarpsins, hagi fréttaumfjöllun sinni þannig að þeir séu að reyna að þóknast stjórnvöldum, meiri hluta á Alþingi á hverjum tíma?