141. löggjafarþing — 17. fundur,  11. okt. 2012.

framkvæmd þingsályktunar um að Íslands skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis, munnleg skýrsla mennta- og menningarmálaráðherra - Ein umr.

[11:07]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Samkomulag er um skiptingu ræðutíma og er hún sem hér segir: Menntamálaráðherra hefur 15 mínútur í upphafi fyrri umferðar. Aðrir þingflokkar en þingflokkur ráðherrans hafa 6 mínútur fyrir talsmenn sína í fyrri umferð.

Í seinni umferð hefur hver þingflokkur 4 mínútur, ráðherra hefur 5 mínútur í lokin. Þingmenn utan flokka hafa 3 mínútur hver. Andsvör eru ekki leyfð.