141. löggjafarþing — 17. fundur,  11. okt. 2012.

kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna.

180. mál
[12:25]
Horfa

Frsm. stjórnsk.- og eftirln. (Margrét Tryggvadóttir) (Hr) (andsvar):

Forseti. Nú ætla ég ekki að lofa einhverju sem ég get kannski ekki staðið við, en við beinum því til ráðuneytisins að fara vel yfir þetta. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla sem stendur núna fyrir dyrum er auðvitað sérstaklega flókin, kannski fyrir þann hóp sem um ræðir og mun flóknara verkefni en að setja X við einn listabókstaf. En ég held að það sé vel hægt að koma til móts við alla hópa og við erum öll af vilja gerð og mundum mjög gjarnan vilja taka þátt í þeirri vinnu.

Við beinum þeim tilmælum til ráðuneytisins og Hagstofunnar að fara vel yfir þetta en auðvitað erum við að skoða hvernig þetta mælist fyrir og halda áfram vinnu í þessu.