141. löggjafarþing — 17. fundur,  11. okt. 2012.

kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna.

180. mál
[12:57]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að lengja þessa þörfu umræðu en verð að koma því á framfæri að það var misskilningur hjá mér að þetta væri 1. umr. Mér fannst eins og málið ætti eftir að fara aftur til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en svo var mér bent á að þetta væri 2. umr.

Ég vildi bara leiðrétta þetta svo það verði fært rétt inn í þingtíðindi að greiða á atkvæði um þetta á eftir. Þingflokkur Framsóknarflokksins mun að sjálfsögðu greiða götu málsins í þinginu. En rétt skal vera rétt, frú forseti.