141. löggjafarþing — 17. fundur,  11. okt. 2012.

aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun.

44. mál
[13:49]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Mér sýnist ljóst hvernig þessi atkvæðagreiðsla fer og kemur það svo sem ekki á óvart en vil að lokum þessa máls hér í þinginu í þennan umgang, því að ég á von á því að þetta verði rætt betur þegar lokið er því verkefni sem sett er af stað með þessum hætti, þakka fyrir prýðilegar viðtökur þessa máls, fyrir traustan meðflutning og fyrir góð störf í hinni háu umhverfis- og samgöngunefnd að þessu og hlýhug úr öðrum nefndum. Því að eins og hv. þm. Pétur Blöndal benti á þá á þetta ekki síður heima í efnahags- og viðskiptanefnd en í umhverfis- og samgöngunefnd.

Ég held að þetta gæti að lokum orðið neytendum mjög í hag, eflt nútímahætti í viðskiptum og eflt og aukið frjálsa verslun sem á að vera eitt af hlutverkum okkar hér á þinginu í minningu hins góða leiðtoga, en mynd hans hangir hér á veggnum, Jóns Sigurðssonar.