141. löggjafarþing — 17. fundur,  11. okt. 2012.

aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun.

44. mál
[13:51]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Þetta mál um póstverslun er hið besta mál. Það er flutt af hv. þm. Merði Árnasyni og er til mjög mikilla framfara í þjóðfélaginu, þ.e. að póstverslunin verði efld, að þær hindranir, eins og fjallað er um í ágætri greinargerð með frumvarpinu, verði settar fram og unnið úr því til þess að við getum fært okkur til þess nútíma sem póstverslun er í heiminum.

Ég er sannfærður um það, virðulegi forseti, að þessi tillaga verður samþykkt og hún verður til mikilla framfara. Ég óska hv. þm. Merði Árnasyni til hamingju með það ef þessi þingsályktunartillaga verður til þess.