141. löggjafarþing — 17. fundur,  11. okt. 2012.

kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna.

180. mál
[13:53]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrir mjög snör handtök við afgreiðslu þessa máls. Það endurspeglar þverpólitískan vilja, velvilja til málsins. Margir hafa komið við sögu nú sem fyrr. Ég nefni fyrrverandi hv. þm. Sigurð Kára Kristjánsson sem lagði fram frumvarp þessa efnis sem ekki fékk afgreiðslu í þinginu á sínum tíma. Við getum þakkað Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna því að þar er að finna ákvæði sem að þessu snúa.

Ég var sérstaklega ánægður að heyra formann Öryrkjabandalags Íslands hrósa þessari löggjöf og segja að á þessu sviði stæðum við fremst Norðurlandanna hvað réttindi fyrir fatlaða áhrærir.

Ég vil líka þakka Öryrkjabandalaginu og öðrum samtökum, Blindrafélagi Íslands, fyrir gott samstarf um þetta mál.