141. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2012.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[14:15]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er ekki ætlun mín að lengja þessa umræðu. Ég vildi bara nefna, af því hæstv. ráðherra vitnaði til 3. gr. laganna þar sem fjallað er um hlutverk og skyldur Ríkisútvarpsins, að um er að ræða afar langan lista sem leggst á næstum því tvær blaðsíður um hið mismunandi og fjölbreytta hlutverk Ríkisútvarpsins. Satt að segja sé ég ekki annað en að hægt sé að fella undir ákvæðin sem þarna er að finna eiginlega allt sem heyrir til fjölmiðlastarfsemi í landinu þótt víðar væri leitað.