141. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2012.

opinber stuðningur við vísindarannsóknir.

198. mál
[14:47]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég á von á því að hæstv. forsætisráðherra sé með á dagskrá sinni endurskoðun laga um Vísinda- og tækniráð. Ég tel mig vita að unnið sé að þessum málum af því að þessir sjóðir heyra núna allir undir hið nýsameinaða atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti. Ég tel því lag að fara í þá uppstokkun sem hv. þingmaður nefndi hér. Ég á ekki von á öðru en forsætisráðherra taki sköruglega á því máli.