141. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2012.

forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu.

29. mál
[16:37]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Í greinargerð með tillögunni um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu stendur, með leyfi forseta:

„Í þeim felst að lögreglan fær heimild til að safna upplýsingum um einstaklinga eða lögaðila þótt ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um tiltekið afbrot sem framið hefur verið.“

Þetta finnst mér gróf árás inn í prívatlíf fólks. Ef enginn rökstuddur grunur er um að tiltekið afbrot hafi verið framið, og standi sennilega ekki til að fremja það heldur — hér verðum við að stoppa. Þetta gengur ekki.