141. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2012.

menningarstefna.

196. mál
[18:51]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (andsvar):

Ég þakka fyrir svarið og vona svo sannarlega að menn horfi stíft á þessa þætti. Það sem ég vildi segja að lokum er að mér finnst þetta gott plagg og ég held að hægt sé að vinna mjög vel með þessu en það þarf auðvitað að innleiða það. Það þurfa allir að vera meðvitaðir um að stefna sé til á þessu sviði.

Svo vildi ég segja að ég er mjög ánægð með IV. kaflann, Ísland í alþjóðasamhengi. Það skiptir mjög miklu fyrir íslenska listamenn að geta starfað í alþjóðlegu umhverfi og hvatt verði til þess. Það gerir þeim starfsumhverfið áhugaverðara og þeir verða betri listamenn. Og íslenska menningin, þegar hún breiðist út, skiptir auðvitað máli til að ramma okkur inn sem þjóð. Mér finnst gott að litið sé til þess í því samhengi þegar menningarstefna er mótuð. Ég endurtek að ég held að þetta sé gott plagg en það eru nokkur atriði sem mætti horfa aðeins sterkar til.