141. löggjafarþing — 21. fundur,  18. okt. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

248. mál
[11:19]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef hv. þingmaður vill kalla það japl, jaml og fuður að endurskoða mál og fara yfir þau aftur er honum velkomið að gera það. Ég kalla það að skoða hug sinn og endurskoða það sem áður hefur verið gert og tel engan löst á því.

Svarið við hinni spurningunni er nei. Ég tel að undanþágurnar séu ekki það víðar að hægt sé að halda hverju sem er til hliðar. Það er einmitt ástæðan fyrr því að til dæmis ákvæði um trúnaðarmálabók er ekki lengur inni. Það er einmitt vegna þess að ef trúnaðarmálabók er fyrir hendi getur ríkisstjórnin ráðið hvað hún setur í hana. Það er afnumið og allt er gert opinbert eftir átta ár.