141. löggjafarþing — 21. fundur,  18. okt. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

248. mál
[12:02]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Þráni Bertelssyni fyrir ræðu hans, ég var búin að bíða eftir henni, og hann telur frumvarpið bera keim af líknarmorði. Því langar mig til að spyrja þingmanninn: Verði þetta frumvarp óbreytt að lögum eins og það er nú, styður hann þá ekki ríkisstjórnina til áframhaldandi setu?