141. löggjafarþing — 21. fundur,  18. okt. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

248. mál
[12:41]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki í fyrsta skipti sem hv. þingmaður talar niður til mín og segir að ég hafi ekki fylgst með umræðum og skilji þetta ekki o.s.frv. Ég skil þetta fullvel. Þetta ákvæði um hljóðritun tekur gildi 1. nóvember, eftir örfáa daga. Það er engin biðstaða, ef ekkert er gert þá gerist það. (Gripið fram í: Akkúrat.)

Það sem hv. þingmaður er að gera er að hann er að bakka með afstöðu sína í þessu máli og er að hjálpa ríkisstjórninni og talar um að þetta sé framför. Ég bið menn um að dæma hv. þingmann eftir þessari afstöðu og eftir því sem hann er að gera.