141. löggjafarþing — 22. fundur,  22. okt. 2012.

staða Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

[15:14]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég minni á að reiknilíkanið sjálft er til umfjöllunar á vegum menntamálaráðuneytisins þar sem það á heima en við komum ekki að því beint. Ég tek þó undir með hv. þingmanni, það skiptir máli að við beinum sjónum okkar að Suðurnesjum og gerum vel í því að byggja þar upp atvinnu, byggja þar upp líka og hækka menntunarstigið og tryggja gott aðgengi að menntun og líka að reyna að vinna á brottfallinu. Það er þá kannski jákvætt að horfa til þess að vonandi fáum við fleiri tækifæri til þess með nýjum framhaldsskólalögum sem munu taka gildi 2015, ef ég man rétt, og það er óskandi að allt þetta leggist með okkur í því að tryggja að á Suðurnesjum fái menn góða menntun og líka fjölbreytt og góð atvinnutækifæri.