141. löggjafarþing — 22. fundur,  22. okt. 2012.

Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

133. mál
[15:33]
Horfa

Róbert Marshall (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil taka til máls um atkvæðagreiðsluna til að gera grein fyrir því að við ætlum að kalla málið inn til hv. umhverfis- og samgöngunefndar, að beiðni hv. þm. Ásbjörns Óttarssonar sem tók þátt í umræðum um það, til að fara yfir gildistökuákvæðin. Það á ekki að tefja málið.

Ég hvet alla hv. þingmenn til að styðja þetta fína mál.