141. löggjafarþing — 22. fundur,  22. okt. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

248. mál
[15:39]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í fljótfærni og kjánaskap taldi ég óþarft þegar ég mælti fyrir þessu máli hér um daginn að það færi aftur til nefndar þar sem það hafði verið mikið rætt í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Menn voru ekki sammála því og hv. þm. Þráinn Bertelsson lagði til að það færi til allsherjar- og menntamálanefndar en Birgir Ármannsson að það væri til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Ég hef haft samband við formann allsherjar- og menntamálanefndar og lagt það upp við hann að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd biðji um álit allsherjar- og menntamálanefndar og hvort hann sé sammála þeirri aðferð. Hann er það þannig að ég legg til að við styðjum tillögu hv. þm. Birgis Ármannssonar en við munum vissulega biðja um álit allsherjar- og menntamálanefndar á málinu.