141. löggjafarþing — 23. fundur,  22. okt. 2012.

hámarkshraði á Reykjanesbraut.

126. mál
[15:55]
Horfa

Birgir Þórarinsson (F):

Virðulegur forseti. Ég þakka þessa umræðu og fyrirspyrjanda. Ég ek Reykjanesbrautina á nánast hverjum degi þannig að ég þekki veginn mjög vel. Þarna hafa orðið mörg slys, því miður. Til að hægt verði að auka hámarkshraðann, sem margir hafa reyndar spurt mig um og ég veit að brennur á mörgum á Suðurnesjum, held ég að það verði að fara gaumgæfilega ofan í öryggisþáttinn. Og eins og hér hefur verið nefnt skipta vegriðin gríðarlega miklu máli í því sambandi.

En það er annað sem hefur ekki komið hér fram sem ég held að verði einnig að skoða, það eru ljósastaurarnir við brautina. Það hefur því miður sýnt sig að þeir hafa ekki virkað sem skyldi. Þegar árekstur verður eða ekið er á ljósastaur eiga þeir að falla niður með ákveðnum hætti en það hefur orðið misbrestur á þessu og valdið tjóni og líkamstjóni. Þetta er þáttur sem þarf einnig að skoða.

En ég fagna þessari umræðu og því að hæstv. ráðherra leggur áherslu (Forseti hringir.) á öryggisþáttinn.