141. löggjafarþing — 23. fundur,  22. okt. 2012.

dýpkunarframkvæmdir í Hornafjarðarhöfn.

211. mál
[16:07]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og hvet til þess að þessari vinnu verði hraðað.

Ég vil jafnframt spyrja hæstv. ráðherra hvort hann átti sig á tímasetningum, þ.e. hvenær verði lokið að kortleggja stöðuna, til að hægt verði að setjast yfir málið með það í huga að skoða hve miklar fjárveitingar þarf til að bæta úr. Liggja þær tímasetningar fyrir? Við þurfum öll að setjast yfir það í sameiningu. Við þingmenn kjördæmisins, eftir því sem ég veit best, stöndum saman um að þarna þarf að fara í framkvæmdir til að tryggja að hægt sé að sinna útgerð frá Hornafirði á öruggan hátt og hægt verði að markaðssetja þetta svæði enn frekar með það fyrir augum að þar sé örugg siglingarleið og innsigling.