141. löggjafarþing — 24. fundur,  23. okt. 2012.

niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrármál, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[14:58]
Horfa

Jón Kr. Arnarson (Hr):

Virðulegi forseti. Á þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar 1874 var mikið um dýrðir er Kristján konungur IX. færði landsmönnum hina fyrstu stjórnarskrá með eigin hendi og við þekkjum öll styttu Einars Jónssonar fyrir utan stjórnarráðið af þessum atburði.

Það kann að vera kvíðvænlegt verkefni fyrir myndhöggvara framtíðarinnar að meitla það í stein þegar þessu verður snúið við nú í vor og landsmenn allir færa stjórnvöldum hina nýju stjórnarskrá. Fyrir okkur öll verður þetta þó hátíðarstund, gleymum því ekki.