141. löggjafarþing — 26. fundur,  25. okt. 2012.

tilkynning um skriflegt svar.

[10:35]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Forseti vill tilkynna að borist hefur bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um frestun á því að skriflegt svar berist við fyrirspurn á þskj. 148, um sauðfjárveikivarnargirðingar, frá Ásmundi Einari Daðasyni. Ástæður tafar eru einkum umfang fyrirspurnarinnar, en einnig annir í ráðuneytinu. Því er þess farið á leit við forseta Alþingis að velferðarráðherra — sem hlýtur að eiga að vera atvinnu- og nýsköpunarráðherra — verði veittur frestur til 3. nóvember til að svara fyrirspurninni. Það er við hæfi að það sé sami ráðherra sem biður um frest og sami ráðherra sem fær tækifæri til að svara fyrirspurninni.