141. löggjafarþing — 27. fundur,  25. okt. 2012.

afbrigði um dagskrármál.

[11:49]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vek athygli allra hér á þeim ósæmilega hraða og þeim ósæmilega þrýstingi sem er á lagasetningu um afnám lagaklausu sem frestað var og fjallar ekki um að flækja eða gera störf framkvæmdarvaldsins erfiðari en þau eru. Það fjallar ekki um inngrip í líf ráðherra heldur fjallar það einfaldlega um að hljóðrita æðstu formlegar samkomur framkvæmdarvaldsins. Stendur til að útvarpa þessum hljóðritunum beint? Ó, nei, það stendur til að geyma þær í heilan mannsaldur.

Ég fékk því framkomið að málið var sent til umsagnar í allsherjarnefnd. Umsagnarfresturinn var tveir dagar. (Forseti hringir.) Það er fráleitt og enginn veit það betur en framkvæmdarvaldið að það fæst engin umsögn frá þingnefnd með slíkum fresti svo það kemur engin umsögn (Forseti hringir.) frá allsherjarnefnd.