141. löggjafarþing — 27. fundur,  25. okt. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

248. mál
[13:50]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Herra forseti. Við greiðum nú atkvæði um þetta mál og það er ýmislegt í frumvarpinu sem er til bóta. Það sem er til vansa er b-liður 2. gr. sem fellir út hljóðritanirnar. Mesti kosturinn við það er svo að sjálfsögðu breytingartillaga þess sem hér stendur, sem kemur til atkvæða á eftir. Þetta mál er hins vegar þannig til komið að þó að þessi atriði séu að einhverju leyti til bóta þá er það brot á samkomulagi sem gert var í allsherjarnefnd á sínum tíma um það með hvaða hætti lög yrðu afgreidd. Þetta er óheilindamál sem ég get ekki stutt þó að ýmislegt við það sé ágætt. En það er ríkisstjórninni og stjórnarmeirihlutanum til vansa. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)