141. löggjafarþing — 28. fundur,  25. okt. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

248. mál
[14:04]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við erum nú að horfa upp á það að þessi breyting á lögum verði að veruleika. Það er miður að mínu mati. Þetta hefði getað farið öðruvísi. Það hefur mátt gagnrýna mjög margt í störfum þessa stjórnarmeirihluta, í viðbrögðum hans við hruninu og hvernig tekið hefur verið á hlutum í kjölfar þess. Sumt sem hefur verið gert hefur einnig verið gott en það bætist í dag í sarp þess sem illa hefur verið gert. Haldið verður áfram með það umhverfi sem var hér fyrir hrun að ákvörðunartaka í æðstu stjórn ríkisins er ekki rekjanleg og ábyrgð verður þar af leiðandi ekki rekjanleg heldur. Þetta er afstaða þeirra sem valdið hafa og vilja halda í völdin og vilja fá að starfa í friði. Það er leiðinlegt í dag, í október 2012, fjórum árum eftir hrun að hlutirnir skuli ekki (Forseti hringir.) hafa breyst meira en þetta. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)