141. löggjafarþing — 28. fundur,  25. okt. 2012.

tekjustofnar sveitarfélaga.

291. mál
[16:27]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er gott að heyra ábendingar hv. þingmanns að hún skuli vera sammála þeim breytingum sem við erum að gera varðandi gatnagerðargjöldin sem við ræddum áðan, enda er það komið frá sveitarfélögunum í landinu, einstökum sveitarfélögum og síðan Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Varðandi prósentuhlutfallið er það álitamál hvers vegna það yrði í reglugerðinni en ekki sett inn í frumvarpið. Er rétt að nefndin taki það til skoðunar.