141. löggjafarþing — 29. fundur,  5. nóv. 2012.

trúnaður í störfum nefnda.

[15:56]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég kem upp til að taka undir þær óskir og beiðnir sem komið hafa fram frá hv. þingmönnum í dag. Það er full þörf á því að ræða þetta aðildarferli eða aðlögunarferli í þingsalnum út frá hagsmunum Íslendinga.

Ef ferlið er jafnógagnsætt og Bændasamtök Íslands fullyrða, þau fullyrða að þetta sé ekki allt saman í lagi og ekki sé verið að gæta hagsmuna Íslands í ESB-aðildarferlinu, er annaðhvort eitthvað mikið í upplýsingagjöfinni í þessu máli eða hún er einfaldlega rétt sú fullyrðing sem rituð er í leiðara Bændablaðsins þar sem segir: „Stjórnvöld gæta ekki hagsmuna Íslands í ESB-aðildarferlinu.“

Það getur ekki verið að nokkur einasti maður í þinginu vilji að ferlið sé svo ógagnsætt. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að taka umræðurnar upp í þingsal þannig að ég geti komið nýjum sjónarmiðum á framfæri og því að mér finnist í lagi að skrifa skýrt hvað það er sem við viljum (Forseti hringir.) og hvað við viljum ekki.