141. löggjafarþing — 29. fundur,  5. nóv. 2012.

strandsiglingar.

141. mál
[16:51]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Já, það er alveg rétt, ef við horfum til langs tíma hefur þetta dregist í hálfan annan áratug. En nú er það hins vegar að gerast að með markvissum vinnubrögðum hillir undir niðurstöðu í málinu. Það var ákvörðun sem ég tók fljótlega eftir að ég tók við embætti samgönguráðherra, að reyna að hrinda þeim áformum í framkvæmd sem ég tel að þverpólitískur stuðningur sé við, vegna þess að fulltrúar úr öllum stjórnmálaflokkum hafa talað fyrir þessu þjóðþrifamáli. Ég vonast nú til þess, eins og ég sagði í upphafsorðum mínum, að strandsiglingar hefjist á fyrri hluta næsta árs.