141. löggjafarþing — 29. fundur,  5. nóv. 2012.

dómarar.

184. mál
[17:03]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég tek undir það með hv. þingmanni að það hefur verið pottur brotinn á ýmsum sviðum í þessum efnum, þá ekki síst hvað varðar skipan í hæfnisnefnd. Eins og hér er réttilega nefnt eru Hæstiréttur og þeir aðilar sem skipa í nefndina gagnrýniverðir. Þeirri gagnrýni hefur vissulega verið komið á framfæri.

Staðreyndin er sú að þjóðfélagið er að breytast hvað þetta snertir og sú breyting endurspeglast meðal annars í dómstólunum. Í héraðsdómi er hlutfallið annað en í Hæstarétti og gefur vísbendingar um það sem koma skal. Þótt það sé mikilvægt að huga að jafnræði og jafnrétthárri stöðu kynjanna má það aldrei ganga út yfir einstaklingana þannig að þeir njóti ekki sannmælis óháð kyni, karlar ekki síður en konur.