141. löggjafarþing — 29. fundur,  5. nóv. 2012.

rekstur og stjórnsýsla Vatnajökulsþjóðgarðs.

246. mál
[18:05]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þessa umræðu og ég tel mikilvægt að hæstv. ráðherra fari vandlega yfir rekstur og stjórnsýslu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Það hefur komið fram að samlegðaráhrifin yrðu mikil ef Vatnajökulsþjóðgarður yrði felldur undir Umhverfisstofnun. Ég man eftir því að fulltrúar frá Umhverfisstofnun komu á fundi fjárlaganefndar í fyrra eða hittiðfyrra og fóru einmitt yfir það. Það væri tvöfaldur kostnaður við rekstur, hvort sem væri við að reka heimasíðu eða margt annað. Þá væri hugsanlega hægt að setja minni fjármuni í yfirbyggingu og væntanlega meiri fjármuni til náttúruverndar.

Því vil ég spyrja hæstv. ráðherra hvort hún og ráðuneytið hafi skoðað þetta og farið yfir það með fulltrúum frá Umhverfisstofnun hvort mögulegt væri að sameina krafta þessara tveggja stofnana.