141. löggjafarþing — 30. fundur,  6. nóv. 2012.

rannsókn á einkavæðingu banka.

50. mál
[15:45]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þm. Lúðvík Geirssyni fyrir ágæta ræðu. Ég er með þrjár spurningar til hans: Telur hann æskilegt að kanna hrun bankanna og einkavæðinguna hina síðari eða er það óþarfi að hans mati? Telur hann að hluti ríkisins í núverandi bönkum verði seldur? Telur hann æskilegt að ríkið sé stór gerandi á fjármálamarkaði, t.d. í gegnum Íbúðalánasjóð, Byggðastofnun, sparisjóðina og núna gegnum ríkisbankana?