141. löggjafarþing — 30. fundur,  6. nóv. 2012.

rannsókn á einkavæðingu banka.

50. mál
[16:41]
Horfa

Skúli Helgason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Vigdís Hauksdóttir reisir hér vindmyllur og berst síðan við þær og hefur auðvitað fullt leyfi til þess að gera það. Við erum alveg sammála um að bæði þessi ferli verðskuldi rannsókn. Við erum ósammála í því að hún telur að bæði tvö séu einkavæðingarferli og ég tel að svo sé ekki. Mín skoðun er sú að þar af leiðandi er þessi breytingartillaga ekki rökrétt og getur ekki farið hér í gegn. Ég mundi styðja það ef hv. þingmaður kæmi með sjálfstæða tillögu og þá mundi ég leggja því liðsinni að slík tillaga fengi fram að ganga hér í þinginu.