141. löggjafarþing — 31. fundur,  7. nóv. 2012.

rannsókn á einkavæðingu banka.

50. mál
[16:31]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þetta var akkúrat það sem ég óttaðist og kristallaðist í orðum hv. þm. Lúðvíks Geirssonar í seinni ræðu hans hér fyrir stuttu, að menn ætla ekki að taka á því með hvaða hætti bankarnir voru afhentir að nýju. Menn ætla ekki að skoða hvort þeir sem þá fengu bankana höfðu reynslu af bankastarfsemi, menn ætla ekki að skoða þá heildarmynd sem við blasir.

Í ljósi þess, virðulegur forseti, að ég treysti ekki meiri hlutanum til þess að taka tillögu Vigdísar Hauksdóttur og lagfæra hana í þá veru að taka einkavæðinguna eða hvað sem menn vilja taka, svo sem færslu bankanna í seinna sinn, inn þá get ég ekki stutt þá tillögu sem hér liggur fyrir en mun styðja tillögu Vigdísar Hauksdóttur vegna þess að ég treysti ekki meiri hlutanum til þess að fylgja því eftir sem þeir þó segja.

(Forseti (SIJ): Forseti vill minna þingmenn á að ávarpa þingmenn fullu nafni og með réttum formerkjum.)