141. löggjafarþing — 31. fundur,  7. nóv. 2012.

rannsókn á einkavæðingu banka.

50. mál
[16:35]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil fyrst benda á það að umræða um þetta mál fór fram í þingsal í gær og ég held að það hafi verið fjórir í salnum. Nú hafa allir mjög mikið um þetta mál að segja. Það er ekki furða þó að fólk haldi að við séum eitthvað skrýtin hérna inni.

Ég vil líka mótmæla því að þingmenn komi hingað upp og segi: Ég vantreysti meiri hlutanum til að gera eitt og annað. Takk fyrir kærlega. (EKG: Já.) (Gripið fram í: Það er bara þannig.) (REÁ: Sama og þegið.) — Já, sama og þegið. Öll þessi rannsóknarvinna, við þurfum að skoða hvernig við höldum áfram með þetta.

Ég get alveg tekið undir það að við eigum ekki að leggjast í rannsóknir á öllu sem upp kemur. (Gripið fram í.) Við höfum ekki tíma til þess. En ég mótmæli því þegar mál er í nefnd og fram kemur breytingartillaga að meiri hluta nefndarinnar sé vantreyst af því að hann getur ekki fallist á tillöguna, sá sem flytur tillöguna vill engu breyta. Ég mótmæli því. (Gripið fram í.)