141. löggjafarþing — 32. fundur,  8. nóv. 2012.

fjáraukalög 2012.

153. mál
[11:31]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Björn Valur Gíslason) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég fékk reyndar enga spurningu frá hv. þingmanni. Ég held ég hafi samt skilið hann þannig að hann hafi viljað spyrja mig álits á þessum tilteknu málum. Ég tek undir með hv. þingmanni, það hefur verið lenska hér á landi að haga málum á þann hátt sem þarna er, meðal annars eins og ég nefndi áðan varðandi meðferð fjáraukalaga samanborið við fjárlög.

Þetta eigum við ekki að gera. Við eigum að sýna miklu meiri aga í fjármálum. Þessi munur á ekki að vera á milli lokafjárlaga og ríkisreiknings, eins og vitnað er til. Hægt er að finna dæmi um þetta langt aftur í tímann. Þetta er lenska sem ekki hefur tekist að koma í veg fyrir en það er fullur vilji hjá fjárlaganefnd til þess, og að því er unnið af hálfu nefndarinnar, að koma í veg fyrir að slíkir hlutir haldi áfram. Ég er því sammála hv. þingmanni.