141. löggjafarþing — 32. fundur,  8. nóv. 2012.

fjáraukalög 2012.

153. mál
[11:40]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Björn Valur Gíslason) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Taka má undir það eins og kemur fram hjá hv. þingmanni að við höfum ekki gengist við því eða horfst í augu við það, eins og við ættum kannski að gera, að gera ráð fyrir enn meiri aukningu til innkaupa á nýjum lyfjum og sömuleiðis magnaukningu lyfja hér á landi.

Það heyrir undir okkur líka hér að gera það. Ég hef einnig skilning á því að ef ríkisvaldið eða þingið gerir ráð fyrir mikilli aukningu sé þar með orðið við þeirri aukningu, það þýði nánast ávísun á það að auka megi upp í þann hluta. En áætlanagerðin er ekki góð þegar munar svona miklu og það sýnir að við erum ekki alveg í tengslum við það sem við vitum kannski að muni raunverulega gerast og við verðum að bæta okkur í því.