141. löggjafarþing — 32. fundur,  8. nóv. 2012.

fjáraukalög 2012.

153. mál
[11:44]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Björn Valur Gíslason) (Vg) (um fundarstjórn):

Forseti. Það er rétt sem fram kemur hjá hv. þingmanni að Ríkisendurskoðun á að vera fjárlaganefnd Alþingis til ráðgjafar um ríkisfjármál ef eftir því er leitað. Það hefur ekki verið gert í þessu tilfelli.

Það hefur lengi legið fyrir að umræðan um fjáraukalögin færi fram í dag, það lá fyrir strax við upphaf þings. Okkur er ekkert að vanbúnaði að halda henni áfram og ljúka málinu. Ef fólk hefur ekki undirbúið sig nægilega vel fyrir það eða treystir sér ekki til að taka þátt í umræðunni þá heyrir það ekki undir fjárlaganefnd eða mig sem formann fjárlaganefndar að bæta úr því.