141. löggjafarþing — 32. fundur,  8. nóv. 2012.

fjáraukalög 2012.

153. mál
[15:38]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að svara nokkrum af þeim spurningum sem ég beindi til fjárlaganefndarmanna þar sem ég á því miður ekki sæti í nefndinni. En hvers vegna er hægt að fullyrða að verið sé að draga úr útgjöldum þegar ekki eru tekin fram öll þau útgjöld sem í raun og veru á að greina frá? Þá vísa ég sérstaklega til þeirrar spurningar sem ég beindi til fulltrúa meiri hlutans í fjárlaganefnd um Íbúðalánasjóð.

Hvar eiga þeir fjármunir sem nauðsynlegt er að leggja inn í Íbúðalánasjóð að koma inn í fjárlögin? Er ekki verið að kasta ryki í augun á fólki vegna þess að það vantar heilu kaflana inn í þetta?