141. löggjafarþing — 33. fundur,  13. nóv. 2012.

reglur um lausagöngu búfjár.

[14:11]
Horfa

atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Ég held að allir geti sofið rólegir yfir þessu þó að umhverfisráðherra hafi velt upp þeirri spurningu í grein sinni hvernig lagareglan eigi að vera í þessum efnum. Það er ekki ávísun á að menn ætli í einhverjum grundvallaratriðum að breyta fyrirkomulaginu á þeim svæðum þar sem ekki er þörf á slíku. Ég les það ekki út úr þeirri grein og þykist vita að það sé ekki ætlunin.

Hins vegar er það rétt sem ég tók fram að sums staðar þarf að taka betur á þessum málum og það er skylda umhverfisráðherra að standa vaktina í þeim efnum. Nú er að störfum nefnd, eins og hér kom fram, sem við umhverfisráðherra settum á fót í góðu samstarfi við hagsmunaaðila sem eru að fara yfir þessi mál. Ég tel því enga ástæðu til einhverra mikilla pólitískra innanverkja út af þessu ef menn halda bara ró sinni og treysta því að niðurstaðan verði vönduð og fagleg. Það stendur ekkert annað til.