141. löggjafarþing — 33. fundur,  13. nóv. 2012.

fjáraukalög 2012.

153. mál
[14:45]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum að afgreiða fjáraukalög við 2. umr. samkvæmt 44. gr. laga um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997. Í henni segir:

„Valdi ófyrirséð atvik, kjarasamningar eða ný löggjöf því að grípa þarf til sérstakra fjárráðstafana sem ekki var gert ráð fyrir í fjárlögum ársins skal leitað heimilda fyrir þeim í frumvarpi til fjáraukalaga.“

Það er einfaldlega þannig að örfá atriði í fjáraukalögum geta fallið undir þessa lagagrein sem ófyrirséð atvik, kjarasamningar eða ný löggjöf. Hitt eru viðbætur eða einhvers konar leið til að bæta mistök við fjárlagagerðina árið 2012.

Við framsóknarmenn fögnum því sérstaklega að nú sé verið að koma á einhvern hátt til móts við tillögur okkar varðandi aukin framlög til heilbrigðismála, en ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir (Forseti hringir.) bera alla ábyrgð á þessum fjáraukalögum. Því munum við sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.