141. löggjafarþing — 33. fundur,  13. nóv. 2012.

fjáraukalög 2012.

153. mál
[14:51]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það hlýtur að vera til umhugsunar fyrir Alþingi Íslendinga að við skulum nú greiða atkvæði um fjáraukalögin án þess að Ríkisendurskoðun hafi komið að því máli. Hvers vegna í ósköpunum er sú staða uppi? (Gripið fram í.) Hvernig stendur á því að þessi vinna er látin ganga fram á Alþingi án þess að mat á fjáraukanum komi frá Ríkisendurskoðun?

Virðulegi forseti. Þar að auki kallaði minni hlutinn í fjárlaganefnd eftir ýmsum gögnum til að geta sinnt eftirlitshlutverki sínu. Beiðni minni hlutans var hafnað. Þar með og samanlagt sjá menn hvaða mynd blasir við. Málið er ekki sent til Ríkisendurskoðunar. Gögn sem beðið er um af minni hlutanum eru ekki afhent. (Forseti hringir.) Alþingi Íslendinga getur ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdarvaldinu þegar svona er staðið að málum. (Forseti hringir.) Þessu þarf að breyta.