141. löggjafarþing — 33. fundur,  13. nóv. 2012.

öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum.

92. mál
[15:10]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Helgi Hjörvar) (Sf):

Virðulegur forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um stjórnarfrumvarp um öryggi greiðslufyrirmæla sem lýtur fyrst og fremst að því að þróa löggjöf okkar samhliða þeirri tækni sem er að þróast og tryggja, m.a. við þrot lögaðila og önnur slík tilfelli, að skýrt og klárt sé með hvaða hætti þessum hlutum er hagað og skipað að lögum.

Nefndarálitið má finna á þskj. 462. Nefndin fékk til sín góða gesti til að yfirfara málið og mælir með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt við 2. umr.