141. löggjafarþing — 36. fundur,  19. nóv. 2012.

Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

133. mál
[15:59]
Horfa

Róbert Marshall (U):

Virðulegur forseti. Ef þetta mál verður að lögum er búin til ein stofnun sem á að annast stjórnsýslu og eftirlit er lýtur að flugmálum, hafnamálum og málum sem varða sjóvarnir, siglingamálum, umferðarmálum og vegamálum, allt á einum og sama staðnum. Þetta er framfaramál sem hefur lengi verið til umfjöllunar í þinginu, nánast allt kjörtímabilið, og ástæða er til að styðja. Það geri ég.