141. löggjafarþing — 36. fundur,  19. nóv. 2012.

Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

133. mál
[16:03]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég tel að þetta sé þarft mál og mun styðja það hér eins og ég gerði í nefndinni. Ég vil hins vegar segja í tilefni af orðum hv. þm. Birgis Ármannssonar að þegar ákveðið var að taka málið aftur til nefndar á milli 2. og 3. umr. var það ákveðið eingöngu í kringum gildistökuákvæði frumvarpsins, ekki neitt annað. Það var sameiginlegur skilningur í salnum að svo væri. Þess vegna eru kvartanir hans og hv. þm. Einars K. Guðfinnssonar, sem flutti langa ræðu um þetta litla efni, ekki á neinum rökum byggðar. Það stóð aldrei til að ræða málið upp á nýtt í sjötta eða níunda sinn í nefndinni heldur átti að ræða um gildistökuákvæðið eitt og sér, sem var gert, og ekki yfir neinu að kvarta í því efni.