141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[15:17]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Svarið við þessu er mjög einfalt. Þetta mál var mikið rætt í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sl. vetur. Að því komu heilmargir sérfræðingar. Ef hv. þingmaður hefur lesið það sem fór á vef þingsins frá þeim fjórum sérfræðingum sem hafa sérstaklega verið að rýna í málið síðan í júní þá hafa þeir leitað álits fjölmargra sérfræðinga. Þeir héldu sig hins vegar við tillögur stjórnlagaráðsins og gerðu á þeim lagatæknilegar breytingar, sem er orð sem ég veit að fer í taugarnar á mörgum en ég ætla samt að leyfa mér að nota. Síðan koma þeir með ábendingar og það verður allt rætt í hinni þinglegu meðferð. Nú hefst hún.