141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[15:22]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í fyrsta lagi var engin ástæða til að brjóta málið upp í smærri einingar. Það er gífurlega vel unnið og ef þingmenn skoða það komast þeir að þeirri niðurstöðu.

Hv. þm. Bjarni Benediktsson veit vel að meiri hluti alþingismanna ræður. Það er alltaf þannig nema í málþófum, þá er meiri hlutinn kæfður.