141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[15:26]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við erum aðilar að Evrópuráðinu og við berum okkar skyldur út af því. Evrópuráðið tekur að sér verkefni fyrir aðildarríki og tekur ekki sérstaka greiðslu fyrir það. Hins vegar getur verið einhverjir verði kallaðir til viðtals einhvers staðar. Miðað við þær tölur sem hv. þingmaður nefndi eru þetta smáaurar. Ég bara veit það ekki nákvæmlega, hv. þingmaður, og vil þess vegna ekki kveða fastar að orði.